The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Svín og rúm

Rúmið kom í hús í dag – það voru tveir ungir en sveittir strákar sem burðuðust með þetta allt saman upp alla stigana. Þeir settu meira að segja allt rúmið saman og settu svo í samband því rúmið er electricaaal. Nú þarf ég ekki einu sinni að nota magavöðvana við að koma mér fram úr rúminu ég ýti bara á nokkra takka og ég er orðin hálf standandi í rúminu.. eða svona næstum því. Allavega mig hlakkar mikið til að sofa í rúminu í nótt.

Ég er annars búin að vera að skoða uppskriftir fyrir jóladagsboðið og var mikið búin að vera að hugsa um hvað í ósköpunum ég ætti að hafa með pörusteikinni sem ég ætla að reyna að elda. Það var mikið búið að humma og hugsa þegar mér datt það snilldarráð í hug að skoða eitthvað af þessum 20 uppskriftabókum sem ég á – það er aldrei að vita nema það leynist 1-2 meðlætisuppskriftir einhvers staðar á öftustu blaðsíðunum (snark). Finn ég þá ekki eina uppskriftabók í bunkanum sem heitir „Meðlæti“ sem mín var náttúrulega búin að steingleyma að hún ætti. Þetta reyndist vera hin fínasta uppskriftabók. Ég er amk búin að finna það sem ég ætla að búa til; Hrísgrjónasalat með steiktri panchettu, grænmeti og kryddjurtum, Rósakál með birkifræjum og rifnum sítrónuberki, Sætar kartöflur með trönuberjum og svo er ég með eitt aspas meðlæti á listanum en ég held að ég sleppi því – þetta ætti að vera nóg.

desember 21, 2007 Posted by | Eldhúsrannsóknir, Shop-drop | 3 athugasemdir

Shop ’til you drop

Það gerðist ýmislegt í dag – ég fór að skoða rúm, keypti mér snyrtiborð, ætlaði að skoða fleiri rúm í IKEA og endaði á að kaupa hálfa búðina (en auðvitað ekkert rúm) fór svo í Saltfélagið og ætlaði að kaupa klukkuna mína, sem ég er búin að vera að stara á og langa í í marga, marga mánuði. EN hún var ekki til. Þau voru nýbúin að selja síðasta eintakið þannig að ég fór bara eitthvað að slæpast um búðina og ætlaði svo að panta eitt eintak af klukkunni góðu á leiðinni út. En þá gerðist sá merkilegi hlutur að ég sá alveg jafn flotta (en allt öðruvísi) klukku sem var meira að segja til á lager og helmingi ódýrari en hin klukkan. Ég er ekkert smá fegin að þær báðar voru ekki til því ef ég hefði þurft að ákveða á milli þeirra tveggja þá hefði nú litla heilabúið fyrst farið að sjóða yfir. Þannig að á 5 mín. þá ákvað ég bara „out with the old and in with the new“ og bara keypti hina klukkuna. Hún var nú svo sem ekkert ódýr en þar sem hún var helmingi ódýrari heldur en hin klukkan (sem ég var búin að sætta mig við að ég þyrfti að borga morðfjár fyrir) þá finnst mér eins og ég hafi sparað hellings pening 🙂 En svona virkar heilabúið hjá hennar hátign – það tekur hana tæplega 2 ár að sætta sig við og ákveða að kaupa EINA klukku og svo er öllu sópað til hliðar og önnur klukka (sem hún hefur aldrei séð áður) keypt á innan við 5 mín. Svo skilja sumir ekki af hverju það eru engar myndir á veggjunum hjá mér.

desember 11, 2007 Posted by | Shop-drop | 3 athugasemdir

Eyrnalokkar og parket

Jói ofursmiður er búinn að setja parketið á herbergin mín. Ég get sko sagt ykkur það að þetta er allt annað líf!!! 🙂 Þrátt fyrir að hafa farið með mjög nákvæm mál upp í Harðviðarval og verið „látin“ kaupa einhverja fermetra af parketi yfir málin (man ekki alveg hversu mikið) þá rétt passaði parketið á herbergin tvö. Það er svona hálf spýta eftir ef ekki minna en það. Mín skoðun er sú að mína mælingar voru AUÐVITAÐ ekki rangar… tölvurnar í Harðviðarval kunna bara ekki að reikna. Goes without saying..

En er það ekki soldið spúkí þegar maður finnur eyrnalokka, sem maður hefur aldrei séð áður, undir rúminu sínu???? Þegar ég var að færa rúmið mitt til og frá til að geta ryksugað gólfið almennilega undir því þá fann ég eyrnalokka.. fyrir göt. Þar sem ég hef ekki verið með göt í eyrunum í mörg ár og ég hef aldrei séð þessa eyrnalokka áður…. well… mér finnst þetta frekar fyndið og mjög skrítið.. lol. Spurning um að hringja í Mulder og Scully.

desember 5, 2007 Posted by | Ýmislegt | Ein athugasemd

Jólafílíngur

Aðventulag Baggalúts er komið út.

Sungið við lagið „You’ve got that loving feeling“ (Er það ekki „Top Gun“ lagið þ.e. það sem Krúsarinn söng á barnum fyrir dömuna??? )

Allavega… smá brot úr textanum:

ÉG KEMST Í JÓLAFÍLING

Jafnan í desember þegar jól gera við sig vart
þá er alvanalegt að tína fram dáldið jólaskart.
Og alltaf finnst mér jafn gaman gæskur
er getum við hengt það upp saman.

Ég kemst í jólafíling, algeran jólafíling.
Ég kemst í jólafílinginn með þér.

Sjá restina af textanum hér.

desember 4, 2007 Posted by | Ýmislegt | Ein athugasemd

Ruslaherbergi nómor

Jæja, ruslaherbergið er ruslaherbergi nómor. Ótrúlegt en satt þá er búið að tæma allt herbergið og þrífa hátt og lágt (jæja ok – ég ryksugaði og skúraði). Núna bíð ég bara eftir smiðnum góða sem ætlar að koma og setja parket á herbergið og svo er nú ætlunin að kaupa sér nýtt rúm, snyrtiborð og eitthvað flott ljós í loftið… óje.

nóvember 27, 2007 Posted by | Ýmislegt | 3 athugasemdir

Too many legs, not enough shoes.

Er ekki hægt að henda þessum köngulóm úr landinu svona eins og Hell’s Angels liðinu??

Þrjár tegundir af köngulóm hafa numið land

„.. allt “alvöru köngulær, mun stærri en við eigum að venjast,” en meinlausar, segir Erling Ólafsson, ..“

„..Þessar tegundir eru búkminni en lappameiri og hraðskreiðari..“

*HROLLUR* Einmitt það sem mig vantaði – hraðskreiðari köngulær.

nóvember 22, 2007 Posted by | Ýmislegt | 2 athugasemdir

Bio er fundin

Ég fékk sms áðan sem var greinilega ekki ætlað mér en það var sent í gegnum siminn.is og þ.a.l. kemur ekki neins staðar fram hver sendi það.  Þannig að ég get ekki einu sinni sent sms tilbaka til að leiðrétta misskilningin en ef svo ólíklega vill til að sá sem átti að fá þetta sms komi inn á síðuna mína – þá vil ég koma skilaboðunum hér með á framfæri:

Bio er fundin hún er ekki búin að eiga kettlingana

nóvember 12, 2007 Posted by | Uncategorized | Ein athugasemd

Mávahlátur

Ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvern þetta skilti er – eða hvort þetta er alvöru – en þetta er bara fyndið. Ef þið smellið á myndina þá komist þið inn á Flickr síðuna þar sem ég sá myndina.

mavuraskilti.jpg

nóvember 8, 2007 Posted by | Ýmislegt | 2 athugasemdir

Nudd, klipping, vax, útsofningur

Eftir brjálaða vinnutörn þá er ég loksins búin að fá að sofa út í fyrsta skipti í yfir mánuð og í dag er einnig minn fyrsti frídagur síðan 4 september. Þó svo að vinnubrjálæðið hafi endað aðfaranótt síðasta mánudags þá er ég rétt að jafna mig eftir þetta núna. En ég er búin að ná að gera ýmislegt í vikunni sem hefur setið á hakanum eins og t.d. að láta vaxa og lita augabrýrnar, fara í nudd – sem var mjög nauðsynlegt vegna uppsafnaðar vöðvabólgu, klippa af mér allt hárið og eins og ég sagði ég fékk að sofa út í dag.  Já, ég er nú reyndar ekki snoðuð eins og ég var hérna í den en ég er búin að láta klippa mikinn meirihluta af hárinu af… I’m a whole new woman…

október 6, 2007 Posted by | Ýmislegt | 4 athugasemdir

The Loneliest Icelander

The Loneliest Icelander á Youtube. Þetta er frábært lag og video – hrikalega fyndið. Lýsingin sem fylgir þessu er svona:

Iceland just had one „troop“ on the ground in Iraq, (actually a press aide, not a soldier–Iceland has no standing army), but that didn’t stop Bush from counting them as an equal member of his disappearing „coalition.“

We aren’t hating on you, Icelanders. We’re jealous of what you enjoy–a lack of military entanglements, a terrific standard of living, and a genetic predisposition for high cheekbones.

Welcome home.

október 2, 2007 Posted by | Uncategorized, YouTube | Ein athugasemd