The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Aðgangsorðahelvíti

Já, CRAFT-syndrómið (Cant Remember A Fucking Thing) er búið að aukast frá (að mínu mati) ca. 25% áður en ég fékk GSM símann minn í þau 99,99% sem það er komið í í dag.

Tökum dæmi:

Ég bjó til þetta nýja, fína blogg og þurfti þ.a.l. að setja upp aðgangsorð til að komast inn á það – og af því að það er alltaf að vera að hamra á því að maður eigi ekki að nota sömu aðgangsorðin aftur og aftur var ég rosalega sniðug og bjó til nýtt aðgangsorð – sem ég mjög fljótlega (og í anda CRAFT) steingleymdi hvað var. Sem hefði ekki verið neitt rosalegt mál nema það að ég skráði mig með vks netfangið mitt – og til að fá fá nýtt aðgangsorð þá vildi wordpress senda það á netfangið mitt en þar sem ég komst ekki inn á VKS póstforritið – af því að aðgangsorðið mitt þar var hætt að virka – þá varð þetta að svolitlu vandamáli. Svo ákvað ég að vera mjög ábyrgðarmikill netbankanotandi og breytti aðgangsorðinu mínu á netbankanum fyrir 2-3 vikum og hvað haldið þið að hafi gerst… ég get ekki með nokkru móti munað hvað það er. Þetta nákvæmlega sama gerðist síðast þegar ég breytti netbankalykilorðinu mínu.. niðurstaða málsins er s.s. sú þegar maður er með bullandi CRAFT á maður alltaf að nota sama aðgangsorðið á ALLT.
Komst loksins inn á VKS póstforritið á föstudaginn og gat því náð í nýtt lykilorð á bloggið mitt í morgun. En til að breyta netbankalykilorðinu þarf ég víst að fara niður í banka.

En eins og ég segi þá er þetta allt GSM símanum mínum að kenna – annað hvort allar þessar gsm bylgjur sem eru að steikja á mér heilann eða það að ég þarf ekki að muna nein símanúmer lengur sem var eiginlega eina heilaleikfimin sem var í gangi á árum áður og er s.s. ekki til staðar lengur.

Auglýsingar

mars 6, 2006 - Posted by | Ýmislegt

Ein athugasemd »

  1. Vá, eins og talað út úr mínu hjarta!!!

    Athugasemd af slr | mars 6, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: