The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

SaumóLaumó og Dr. Phil

Ég er að halda Saumó í kvöld – en fæ að halda hann heima hjá vinkonu minni sem "verður" að vera heima vegna Oddfelló og ungabarns. Er mjög sátt við þetta fyrirkomulag – held saumó, kem með gúmelaði og drykki og þarf EKKI að þrífa heima hjá mér.. gæti þetta verið betra. Ég held ekki.

Horfði á Dr. Phil í gær (eins og alla daga – hann er mín sápa) og þar var verið að tala við hjón/pör þar sem maðurinn hafði haldið framhjá. Einn gæinn hafði haldið framhjá konunni með 30 konum síðan að þau trúlofuðu sig fyrir ári síðan.. og Dr. Phil fannst að hún ætti að hlaupa eins langt í burtu frá manninum og hún gæti en hún ákvað að hún elskaði hann svo mikið – og svo náttúrulega lofaði hann bót og betrun og ætlaði að fá sér hjálp og bla bla bla – þannig að hún ætlar ekki að fara frá honum!?!? Que??

En Dr. Phil er nú frekar niðursoðinn – en mér finnst þetta alveg frábært konsept – fólk kemur í þáttinn til að tala um sín einkamál fyrir framan alþjóð og heiminn. Hann talar yfir hausamótunum á því og í rauninni segir svo: Er ég ekki klár? Er þetta ekki rétt hjá mér? Ætlar þú ekki að bara að byrja að gera þetta svona núna? Og allir kinka kolli og játast öllu og jú, jú hann er klár, fyndinn og svo skynsamur.

Fer svo fólk heim læknað, betrumbætt og lifir hamingjusamlega það sem eftir er??? I dónt think só…

Auglýsingar

mars 31, 2006 - Posted by | Ýmislegt, Sjónvarp

2 athugasemdir »

  1. Tjáh.. ég held að fólk þurfi ekki að vera einhverjir svakalega klárir spesjalistar til að sjá að þessi gella á að yfirgefa þennan gaur, sem ég myndi nú bara kalla drullusokk og ekkert annað, hehe…

    Athugasemd af Erna | apríl 3, 2006

  2. nákvæmlega.. en.. sumum er víst ekki viðbjargandi

    Athugasemd af ladymary | apríl 4, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: