The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Brjálaði myndagæinn…

Ég sit í gærkvöldi og er að horfa á þvílíkt spennandi þátt á Hallmark.
Bjallan hringir hjá mér – einhverjir strákpjattar sem höfðu verið í frispíleik út í garði og frispí diskurinn hafði lent á svölunum hjá mér. Ekki málið, fór út á svalir, náði í frispíið og hélt svo áfram að horfa á þáttinn góða.

10 mín. seinna hringir bjallan aftur – og í þetta skiptið var þetta einhver maður sem réttir mér póstkort sem á stóð, á íslensku, að hann vildi endilega sýna mér einhverjar myndir. Svo byrjaði hann bara að labba inn í íbúðina – ég náði nú að stoppa manninn og eftir smá vesen „samþykkti“ hann að sýna mér myndirnar í forstofunni. Svo sýnir hann mér myndir og fleiri myndir og fleiri myndir (ég heyrði alltaf í þættinum inn í stofu) og fleiri myndir en ekki nóg með það svo fer hann að spyrja mig – á svolítið skrítinn hátt – hvort ég búi hérna ein og ég neitaði því og bjó til kærasta sem búi hérna líka og svo endaði ég á því að segja að mig langaði ekkert í myndirnar og þá vildi hann endilega sýna mér einhver kort sem endaði á því að ég keypti eitt kort á 400 kr. bara til að koma manninum út.

En sagan er ekki búin – málið er að ég var bara með 500 kall og hann átti ekki 100 kr. (sure!) og vildi þá endilega að ég færi og athugaði hvort ég ætti ekki bara klink einhversstaðar. Ég neitaði því en hann var alveg jú, jú athugaðu klinkið en eftir smá þref þá kom ég honum í skilning um það að ég ætlaði ekki að skilja hann þarna einan eftir á meðan að ég færi að leita að klinki og hann mætti bara eiga 100 kallin. Ég kom manninum loksins út og hálfpartinn skellti hurðinni á hann og læsti.

Ég sest aftur og ætla nú að horfa á restina af þættinum því gæinn var búinn að trufla mig örruglega í 15 mín. en nei,nei – 5 mín. seinna þá hringir dyrabjallan aftur og gæinn er kominn aftur og segist hafa frétt af því að það væru blokkir hérna í hverfinu sem leigðu út herbergi og hvort ég vissi eitthvað um þetta. Eftir nokkrar mínútur að reyna að útskýra fyrir honum að það væru engin laus herbergi í blokkinni hjá okkur (sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort sé rétt) þá vill hann endilega láta mig fá póstfangið sitt. Til að losna við hann (og ná endinum á fjandans þættinum) sagði ég ok og lét hann fá eitthvern pappír sem var á kommóðunni í forstofunni og penna og þá byrjar maðurinn að skrifa hálfa ritgerð: þetta póstfang og þetta póstfang og þetta símanúmerið og hitt símanúmerið og svo eitthvað breskt símanúmer ?? já og svo mundi hann nú eftir því að hann væri nú með þriðja póstfangið líka og þurfti endilega að skrifa það niður.
Þegar ég náði að skella á hann aftur þá var ég bara að því komin að drepa manninn – svo sest ég enn og aftur yfir sjónvarpinu, meira en hálfur þátturinn búinn, ég veit ekkert hvað er í gangi og þá HRINGIR SÍMINN… aaarggg – eitthvað fjandans „private number“ – þannig að ég bara neitaði að svara og horfði á restina af þættinum þó svo að ég vissi ekkert hvað var í gangi. Ekkert smá glatað.. og þessi gæi var meira en lítið krípí og það sem ég vil vita er: Hver hleypti honum inn í blokkina?

Auglýsingar

apríl 11, 2006 - Posted by | Ýmislegt, Sjónvarp

4 athugasemdir »

 1. Úff krípí :0S ágætt að þú slappst úr þessu áfallalaust!

  Athugasemd af Hófí | apríl 12, 2006

 2. …ja amk. fyrir utan áfallið við að missa af megninu af þættinum! ;0)

  Athugasemd af Hófí | apríl 12, 2006

 3. gott hjá þér að spinna upp sögu um kærasta, þú hefðir átt að minnast á að hann væri svolítið ofbeldisfullur og ekki hrifinn af því að sjá þig tala við aðra menn.

  Athugasemd af slr | apríl 12, 2006

 4. Haha!

  Já, góð útgáfa af heimilislífinu hjá Marý!! Marý og ofbeldisfullur kærasti! Hann er að sjálfsögðu drykkfelldur líka, æfir lyftingar 6 sinnum í viku og lemur alla karlmenn sem sjást í minna en 3 metra radíus frá henni!

  Annars er ég viss um að gæinn hefði farið ef þú hefðir byrjað að gráta þegar hann spurði hvort þú byggir þarna ein! Þú hefðir átt að gráta og gráta og gráta og segja honum frá þessum hræðilega kærasta, hvað þig langaði til að breyta honum því þú trúir því að hann eigi sér góða hlið, hann sé bara fórnarlamb aðstæðna og slæmrar bernsku! Svo gætirðu líka farið að tala um hvað þig langi til að eignast börn en hann vilji ekki eignast nein og þú sért svo hrædd um að það sé vegna þess að hann elski þig ekki lengur! -Ég hugsa ef ég myndi hringja uppá hjá e-m sem myndi skella svona romsu á mig myndi ég flýja hið snarasta!!

  Athugasemd af Brynkus | apríl 13, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: