The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Smá NZ nostalgía

Breytti aðeins útlitinu – hitt template-ið var eitthvað farið að flippa út. Linkurinn til að bæta við athugasemdum var kominn fyrir ofan færsluna og mér leiðist svoleiðis. Ég vil hafa athugasemdirnar fyrir neðan færsluna.

Gat svo komið þessari mynd (til hægri) inn eftir smá vesen. Þetta er mynd af fjöllunum í kringum Franz Josef skriðjökulinn á Nýja Sjálandi og "vatnið" sem fjallið speglast í heitir Peter's pond og er pínkulítið og er einmitt – eins og nafnið gefur til kynna – frekar tjörn heldur en vatn. Ég tók þessa mynd 18. feb. 2005 – Franz Josef er einmitt frægur fyrir að vera eini skriðjökullinn í heiminum sem hefur regnskóg við hliðina á sér. Borgaði einmitt morðfjár fyrir að fá að labba upp þetta fjall inn í regnskóginum og þaðan beint út á skriðjökulinn. Það má nefnilega ekki labba þarna neins staðar nema með leiðsögumanni. En þó að ég gæti nú bara labbað frítt upp á einhvern skriðjökul á Íslandi þá var þetta alveg þess virði því ég var búin að vera í 30-40°C hita í tæplega 2 mánuði og eiginlega alla daga þá var rakinn í loftinu í botni og eftir því sem maður kom nær skriðjöklinum þá fann ég bara hvernig rakinn "fór" og það varð svalt og þetta var ÆÐI… eina skiptið sem ég fékk heimþrá á meðan að ég var þarna. Það voru allir sem voru með mér í gönguferðinni að drepast úr kulda en mér fannst þetta æðislegt og neitaði að fara í flíspeysuna sem ég var með til að geta notið þess að vera ekki í raka. Svo gat ég bara sagt: "I'm from Iceland" og það greinilega bara útskýrði þessa skrýtnu hegðun mína og enginn sagði orð meira um það að ég ætti að fara í peysuna.

Uppfært: Ef myndin til hægri sést ekki er hægt að sjá hana hér

Auglýsingar

apríl 19, 2006 - Posted by | Ferðalög

2 athugasemdir »

  1. Flott síða Marý. Já og takk fyrir síðast! 🙂
    Verst að ég sé ekki þessa voðalega flottu mynd sem þú talar svo vel um.

    Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | apríl 19, 2006

  2. einmitt vesenið sem ég var alltaf að lenda í – myndin var alltaf að hverfa…

    Athugasemd af ladymary | apríl 20, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: