The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Norðurlandajúróvision

Datt inn á norðurlanda júróvision þáttinn á NRK2 af algerri tilviljun í gærkvöldi. (þátturinn verður sýndur á RÚV á laugardaginn) Finnski gæinn og norski gæinn eru aftur í ár og svo auðvitað Eiríkur rauði en það er kominn nýr dani sem er frekar pirrandi og sænska pían sem er reyndar ekki Charlotta (sagt cchhharlotta) í ár heldur einhver pínulítil fertug+ dama í einhverju gellu ótfitti með risastórt hár sem er óþolandi leiðinleg. Mér skildist að hún hefði einhvern tíman tekið þátt í júróvision fyrir Svía en ég náði ekki hvaða lag það var né hvenær. Reyndar fannst mér merkilegt að þátturinn var textaður yfir á norsku þegar allir töluðu sænsku, dönsku eða norsku – meira að segja norski gæinn var textaður.

BTW – það er þess virði að horfa á þennan þátt bara til að sjá myndbandið við lagið frá Albaníu.. ömurlegasta myndband sem ég hef nokkurn tíman séð. Sérstaklega fannst mér gæarnir með dúskana á skónum sínum gera mjög mikið fyrir lagið. Reyndar er írska myndbandið líka mjög sérstakt. Albaníu myndbandið var að minnsta kosti bara ömurlega glatað – írska myndbandið er svona Omega-trúið-á-mig-því-ég-er-æðislegur-og-mun-bjarga-öllum-myndband – bjánahrollurinn er í hámarki.

Auglýsingar

apríl 21, 2006 - Posted by | Júróvision

3 athugasemdir »

 1. Ohhh.. ég alveg elska vorið vegna þess að þá fæ ég að njóta mín ásamt öllum júróvisjón-bjánunum! Það er ekki annað hægt en að elska þessa keppni.
  Ég sá einmitt hluta af þættinum á laugardaginn. Og sannfærðist enn og aftur um að Eiríkur hinn rauði er töffari af lífi og sál… sem er ótrúlega púkalegt á norsku!!

  La de´svingeeeee

  Athugasemd af Brynkus | apríl 25, 2006

 2. Eiríkur rauði er ekkert púkalegur á norsku, hann er bara flottur, útígegn!

  Athugasemd af ellamaja | maí 16, 2006

 3. Hann er að reyna að vera of mikill töffari og þegar hann talar ensku þá hljómar það ótrúlega asnalega.

  Athugasemd af The lady herself | maí 17, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: