The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Ljótar pöddur á Spáni

Spánn var fínn – ekkert of heitt. Það var sól fyrstu dagana og svo var reyndar bara rigning þannig að ég er ekkert brún. Það var ótæpilega borðað, drukkið og labbað eins og vera ber í útlöndum. Moskító flugurnar voru yfir sig ánægðar að Marý væri komin til Spánar og þyrptust allar sem ein í áttina að henni svo þær gætu bitið hana upp til agna. 

Hápunktur ferðarinnar var samt þegar Lady Marý fann þetta risastóra kvikindi (sem reyndist vera kakkalakki) skríðandi á veggnum á gestaklósettinu í húsinu sem í var dvalið. Hin fágaða lady lét ekki nægja að hoppa hæð sína í loft heldur öskraði hún – og þá er ekki verið að tala um hátíðni-skríkju-læti eins og Carry Bradshaw lætur út úr sér í Sex and the city heldur truntulegt ÖSKUR af hæstu gerð. Systurdótturin var, auðvitað, nálægt þegar að þetta gerðist og fylltist skelfingu og neitaði það sem eftir var ferðarinnar (eins og reyndar móðursystirin líka) að fara inn á þetta klósett. Ég reyndi nú að útskýra fyrir barninu að ég væri nú bara svo vitlaus að þegar ég sæi ljótar pöddur, sem gera annars ekki neitt, þá bara öskraði Marý – en hún trúði þessu nú ekki. Sem betur fer var annað baðherbergi á annarri hæð – en svo komst ladyin að því að faðirinn hafði fundið kakkalakka þar einnig. Þannig að fyrir hverja sturtuferð var gerð vettvangskönnun á baðherberginu og það var farið á klósettið fyrir opnu húsi hvenær sem tækifæri fékkst til þess að það væri hægt að hlaupa út með stuttum fyrirvara ef "ljótu pöddurnar" myndi láta sjá sig aftur. Hrollur, hrollur, hrollur…. 

Auglýsingar

maí 8, 2006 - Posted by | Ferðalög, Fjölskylda og vinir

Ein athugasemd »

  1. velkomin heim í pöddulausalandið elsku öskrandi vinkona

    Athugasemd af slr | maí 8, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: