Bandarískur, kristinn kærleikur í tölvuleikjaformi
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki mikið um tölvuleiki og ég geri ráð fyrir því að flestir tölvuleikja ganga út á það að drepa mann og annan sem mér, persónulega, finnst ekki vera neitt rosalega spennandi né uppbyggjandi tölvuleikir – en boys will be boys og ég efast um að þetta muni breytast.
Einhverjir hafa nú tekið þetta konsept og ákveðið að leggjast enn neðar í svaðið. Nýr tölvuleikur mun koma út í október næstkomandi sem heitir Left behind: Eternal Forces. Þessi leikur verður markaðssettur fyrir unglinga og gengur út á það að maður er hermaður í her sem hefur það markmið að gera bandaríkin að guðveldi/klerkaveldi (theocracy). Maður á að drepa alla heiðingja (infidels) sem skilgreinast sem: kaþólikkar, gyðingar, múslimar, búddistar, samkynhneigðir og alla þá sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju (þar með talið "venjulegt kristið fólk"). Þegar maður drepur einhvern af ofantöldum þá segja karakterarnir "Praise the Lord" og eitthvað fleira gáfulegt. Ef maður slysast til að drepa óvart sannkristinn mann/konu þá þarf maður víst að leggjast á hnén og biðja í smá stund og þá er búið að fyrirgefa þau mistök og maður getur haldið áfram. Reyndar ef þetta er ekki það sem þig langar til þess að gera þá getur þú líka verið antikristur og drepið allt kristna liðið í staðinn – svona ef hitt er of leiðinlegt.
Hvernig á svo að markaðssetja svona leik?? Jú, það á að gerast í gegnum kirkjur og söfnuði sem eru tengd samtökum sem kallast Purpose of Life, sem voru stofnuð af einhverjum sem kallast Rick Warren, og þeirra helsta takmark er að undirbúa jörðina, og alla ábúendur, undir það að Jesús Kristur komi til baka.
"A key aspect of dominionist thought is a conviction that the Scripture gives the church a mandate to take dominion over this world socially and culturally before the return of Jesus Christ. Mr. Warren's global plan is a strategy to realize a dominionist vision of churches, states, and corporations forming partnerships to bring about a new world order to make way for Christ's return by establishing a literal, physical kingdom of God on earth."
Lesa greinina: Fyrri hluti – Seinni hluti.
Jahá! Er þetta enn einn leikurinn í „the war against terror“? Eru kaþólikkar sem sagt ekki lengur „sannkristið“ fólk?
Merkilegt!!