The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

The Daily Show with Jon Stewart í íslenskt sjónvarp…

Ég sendi póst í dag á RÚV og lagði það til að þeir myndu taka The Daily Show with Jon Stewart til sýningar og einnig The Colbert Report sem er alveg jafn frábær og fyndinn og TDS. Ég veit ekki hvort þeir taki mark á svona póstum sem eru sendir til þeirra – en það skaðar ekki að reyna. Ef ég fæ ekkert svar innan einhverra dag þá ætla ég að byrja að senda á hinar stöðvarnar.

Ef Skjár 1 getur verið með 2.-3. daga gamla Jay Leno þætti á hverju kvöldi þá hlýtur að vera hægt að gera það sama með þessa þætti. Þetta eru BARA bestu gamanþættir sem ég hef séð í langan tíma og það er hægt að skoða klippur úr þeim bæði á heimasíðum þáttanna og á youtube.com (sjá einnig hlekki í bloggfærslunni hér fyrir neðan)
Ef það eru einhverjir aðrir sem eru sammála mér í þessari skoðun minni þá mæli ég eindregið með að þeir sendi þeim vinum á dagskrárdeildinni á RÚV línu líka. Ég vil nú ekki setja netföngin þeirra hérna beint inn en ef farið er á síðuna Hafið samband á RÚV vefnum þá eru netföngin þar. Ég valdi að senda til bæði „Dagskrárritstjóra sjónvarpsins“ og „Erlend dagskrá – Sjónvarpið“ var ekki alveg viss hvor það ætti að vera en annar hvort hlýtur það að vera.

Auglýsingar

ágúst 17, 2006 - Posted by | Sjónvarp

3 athugasemdir »

 1. JESS! Stephen Colbert og Jon Stewart eiga heima hérna.
  Þetta eru einvherjir bestu þættir síðari ári og ef að Rúv missir af þessari gullnámu þá er það þeim að kenna.
  Er búinn að senda póst.

  „IT’S A SERIES OF TUBES!“

  Athugasemd af Úlfar Örn Kristjánsson | desember 10, 2006

 2. Ég hef sjálfur lengi haldið þessari hugmynd á lofti, Skjár einn gæti t.d. sýnt bæði Stewart og Colbert í upphafi og lok dags, í staðinn fyrir Dr. Filipus og Rachel Ray. Okkur virðist samt hafa loks orðið að ósk okkar því stöð tvö hefur ákveðið að taka Daily show til sýninga!

  Athugasemd af siggeir | ágúst 28, 2008

 3. Ég sá ekki fyrr en núna hversu gömul þessi færsla er, datt inná hana þegar ég leitaði að Daily show á google á íslensku 🙂 Góðir hlutir gerast hægt greinilega.

  Athugasemd af siggeir | ágúst 28, 2008


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: