The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

að skipta um gír

Fór með bílinn minn í viðgerð í morgun vegna mánudags-bíla-einkenna sem er ekki mjög aðlaðandi í 1. árs gömlum bíl. Á meðan heklugæjarnir voru að laga bílinn þá létu þeir mig fá bíl til að nota á meðan og ég náttúrulega fattaði ekkert að biðja um sjálfskiptan bíl og var auðvitað látin fá beinskiptan bíl. Guð minn góður – ég hef ekki keyrt beinskiptan bíl í örruglega 6-7 ár og þá var það í ca. 10 mínútur. En þetta reyndar gekk vonum framar og það er ótrúlegt hvað maður kemst strax upp á lagið með þetta nema hvað ég var í amk 5 mín. að fatta hvernig ég ætti að setja í bakkgír. Þar sem ég er mikil RFM manneskja þá tók ég út bókina um bílinn og fór að leita að því hvernig ætti að setja í bakkgír og eftir nokkra leit þá komst ég að því að ég þurfti að ýta gírstönginni niður og svo til vinstri. Kannski eru allir beinskiptir bílar svona í dag en þetta var pottþétt ekki svona á appelsínugula skódanum mínum – sem er eini bíllinn sem ég hef „átt“ og keyrt sem er beinskiptur en það var fyrir alltof mörgum árum síðan. En þessi gírareynsla mín varð bara til þess að ég elska sjálfskipta bílinn minn ennþá meira og ég man mjög vel af hverju ég ÞOLI ekki að keyra beinskipta bíla.

Auglýsingar

september 15, 2006 - Posted by | Ýmislegt

4 athugasemdir »

 1. HAHAHAHAHAHAHA….Þú ert YNDISLEG!!! Hmm…traustvekjandi þegar að RTFM heilinn MINN þarf að skoða HANDBÓK bíls svo hægt sé að setja í bakkgír! Við bætum hvora aðra upp….

  Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá mætti ég ekki á YR kvöldið 😦 sniff, matarboð chez la granmére… eða eitthvað og Þriðjukvöldsharkið …veit ekki hvort ég kemst verð að vinna held ég til 19 😦 sem er afar slæmt

  Athugasemd af Berglind | september 17, 2006

 2. Heyrðu sko – þetta er þeim að kenna… hvað er þetta með að ýta gírstönginni niður… þetta var ekki svona „þegar ég var ung“

  Athugasemd af The lady herself | september 18, 2006

 3. Held þetta sé – og hafi alltaf verið – svona í öllum VW bílum – amk þessum 3 sem ég hef átt :0)

  Athugasemd af Hófí | september 20, 2006

 4. Ég hef nefnilega aldrei átt beinskiptan VW .. bara beinskipta skóda – svona appelsínugulan, gömlu, gömlu týpuna.

  Athugasemd af ladymary | september 21, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: