The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Hrossaflugur

Ég veit ekki hvort það voru fleiri en ég og Anna L. sem pirruðust á hrossaflugufaraldrinum sem virtist ganga yfir landið í byrjun september. En hér er frétt á BBC sem talar einmitt um að það sama sé að gerast í Bretlandi og einhverjar útskýringar á því.

Mér var svo sem alltaf alveg sama um hrossaflugur – þær eru frekar ljótar, leiðinlegar og óþarfar en annars voru þær ekkert að trufla mig… þangað til ég flutti til Bretlands. Á ensku eru þær kallaðar „Daddy Longlegs“, ég get ekki útskýrt af hverju, en mér finnst þetta alveg hrikalega krípí nafn og núna þegar ég sé hrossaflugur þá get ég ekki annað en hugsað um þetta nafn og ég fæ hroll alveg niður í tær. Núna get ég ekki haft þær neins staðar nálægt mér – ég náði meira segja að rota eina með sjónvarpsfjarstýringunni í byrjun september þegar hún dirfðist til að koma of nálægt mér. Druslan hrundi rotuð/dauð í gólfið og ég gat þá hent henni út.

Auglýsingar

september 28, 2006 - Posted by | Ýmislegt

2 athugasemdir »

  1. Hrossaflugur eru yndislegar flugur því það er hægt að taka í ófétin og henda þeim út án þess að drepa. En í fyrsta sinn á ævinni fæ ég hroll er ég sé eina flugu sem engin kannast við en hún er nefnilega GUL! Jafn stór og venjuleg húsfluga en GUL með dökkrauð augu! Ojjj…ég held aðalleg að það sé liturinn sem ég hef einhverja fordóma fyrir svo og jú að ég hef bara aldrei séð svona flugu áður. Ég drap eina í gær og tvær í síðustu viku og ég er alvarlega að hugsa um að færa Náttúrufræðistofnun fjórða líkið….kannast þú við þessa týpu??

    Athugasemd af Berglind | október 1, 2006

  2. oij, nei… *hrollur*

    Athugasemd af The lady herself | október 2, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: