The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Best launaðar…

Það er frétt á mbl.is í dag þar sem 10 best launuðu leikkonur Hollywood eru listaðar.

Mér finnst þessi listi nokkuð athyglisverður því t.d. eru eðal leikkonur eins og Emily Watson, Kate Winslet, Meryl Streep, Emma Thompson, Kristin Scott Thomas, Judy Dench (og ég gæti haldið áfram í allan dag) eru ekki á þessum lista.

En ykkur til ánægju og yndisauka þá kemur hér mitt sérfræðilegt álit á 10 hæstlaunuðu leikkonunum:

1. Nicole Kidman, 16-17 milljónir dala á mynd

er alltaf eins.. nema í The Hours – hún var mjög góð þar

2. Reese Witherspoon, um 15 milljónir dala á mynd

er reyndar ágætis leikkona og er ekki alltaf „hún sjálf“ … bara stundum.

3. Renée Zellweger, um 15 milljónir dala á mynd

getur verið góð (Bridget) en getur einnig farið einstaklega í taugarnar á mér sérstaklega þegar hún leikur alla myndina með stút á munninum.

4. Drew Barrymore, um 15 milljónir dala á mynd

voða sæt og maður man eftir henni úr ET en mér hefur aldrei fundist hún nein leikkona… eins og sumar aðrar þá er hún alltaf eins – sem í hennar tilviki er reyndar ekkert slæmt af því að … „hún er svo sæt… svo sæt lalalalala“

5. Cameron Diaz, um 15 milljónir dala á mynd

allt-í-lagi leikkona en ég þarf ekkert endilega að horfa á hana.

6. Halle Berry, 14 milljónir dala á mynd

mér finnst hún hrikalega góð leikkona

7. Charlize Theron, 10 milljónir dala á mynd

mér finnst hún virkilega fín en hún leikur ekkert alltaf í neinum eðal myndum (man einhver eftir Reindeer Games?? nei?? en þið heppin!!)

8. Angelina Jolie, 10 milljónir dala á mynd

hún er náttúrulega í fyrsta lagi flott og töff og svo er hún góð leikkona þegar hún fær eitthvað að gera annað en að berja mann og annan í Tomb Raider.

9. Kirsten Dunst, 8-10 milljónir dala á mynd

hún er góð í góðum myndum eins og t.d. Interview with a vampire en mér finnst hún oft svo stíf og skrítin eitthvað.

10. Jennifer Aniston, 8 milljónir dala á mynd.

æææi, hún er bara Rachel

Nú bíð ég spennt eftir símtali frá Hollywood þar sem ég verð beðin um að setja þennan lista rétt upp eftir því hverjar mér finnst vera bestu leikkonurnar ;o)

Sjá frétt á mbl.is

P.S. Hver sagði eftirfarandi???

She was initially cast as the lead in Basic Instinct (1992), but refused later on. About Sharon Stone’s appearance she said: “As far as I can see, from Sharon Stone’s love scene in „Basic Instinct“, they molded her body out of tough Plasticine. She was shagging Michael Douglas like a donkey, and not an inch moved. If that had been me, there would have been things flying around hitting me in the eye.”

Hint: það var ein af leikkonunum sem ég minnist á hér að ofan.

Auglýsingar

nóvember 30, 2006 - Posted by | Kvikmyndir

Engar athugasemdir ennþá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: