The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Druslu-„Enginn vinningur“-jóladagatal Íslandsbanka

Ég ákvað að „taka þátt“ í innanhúsbrandara tölvudeildar Íslandsbanka (ég neita að kalla þá G-nafninu) aftur í ár. Ég fer inn á jóladagatalið á hverjum degi og vonast eftir þvílíkum vinningum (eða þannig) en er búin að smella 13 sinnum á þetta blessaða dagatal og viti menn það stendur „Enginn vinningur“ í öllum kössunum… eins og í fyrra – tíbískt eitthvað PR kjaftæði frá stórum fyrirtækjum. EN ég ætla að fara í gegnum allt helvítis jóladagatalið hjá þeim aftur og ég skal lofa ykkur því að það verður „Enginn vinningur“ í öllum kössunum í þetta skipti líka. Svo ætla ég að senda þeim póst og ausa yfir þá úr skálum reiði minnar yfir þessu druslu, druslu, helvítis jóladagatala drasli. Mér finnst þetta GLATAÐ og ef hinir bankarnir væru eitthvað betri þá myndi ég færa mig – bara út af þessu því mér finnst þetta alveg ö-mur-legt. En ég geri mér engar vonir um að þeir séu eitthvað betri.

Það sem gerir mig mest brjálaða út af þessu er að þetta er auglýst sem fjölskylduleikur. Hvað á fólk að gera?? Fara inn á þennan „leik“ á hverjum degi með barninu, smella á box og á hverjum degi stendur svo „Enginn vinningur“. Það „besta“ (versta) við þetta er að maður sér hvað var í „vinning“ alla hina dagana sem hafa verið opnaðir þannig að þegar maður er búinn að opna allt þá standa eftir 24 kassar sem allir hafa textann „Enginn vinningur“. Rosalega skemmtilegur gaman-saman leikur fyrir alla fjölskylduna!!!

Auglýsingar

desember 13, 2006 - Posted by | Ýmislegt

8 athugasemdir »

 1. hah! ég er búin að fá einn vinning!

  Athugasemd af ellamaja | desember 17, 2006

 2. samsæri – ekkert nema samsæri!! Hvað fékkstu??

  Athugasemd af The lady herself | desember 18, 2006

 3. forláta geisladisk með Aftanblænum… tilvalið í jólapakkann til brynkusar – hahaha

  Athugasemd af ellamaja | desember 19, 2006

 4. lol

  það er kannski ágætt að ég sé ekki að fá neina vinninga..

  Athugasemd af The lady herself | desember 19, 2006

 5. Þetta var fyndin færsla… 😀

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | desember 19, 2006

 6. stjáni beib fékk líka aftanblæinn – hamingja!!

  Athugasemd af slr | desember 19, 2006

 7. jæja, betri helmingurinn fékk vinning í dag og það var nákvæmlega sami vinningur og ég fékk. Ég sé á hulstrinu mínu að Glitnir hefur styrkt þessa tónleika/gerð mynddisksins þannig að kannski er þetta bara óseljanleg framleiðsla sem þeir eru að deila út á meðal viðskiptavina sinna…
  Ég myndi amk. aldrei borga krónu fyrir neitt með Eyfa!

  Athugasemd af ellamaja | desember 22, 2006

 8. Það er spurning að Marý fái þá hinn diskinn svo hún geti sagst hafa unnið í þessu á ská… :þ

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | desember 27, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: