The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Jólagjafir

Tíbískt! Eftir allt rantið og rausið og kvartið yfir druslu-jóladagatalinu haldið þið ekki að G-bankinn hafi ekki sent mér jólagjöf sem er jólasveina skífan sem er seld til styrktar hreyfihömluðum eða lömuðum eða eitthvað álíka. Ég ætlaði einmitt að kaupa mér þetta fyrir jólin og styrkja þetta fína málefni.  Hvað eru þeir að vera svona voða góðir þegar ég er ekki að þola þá akkúrat núna?? Fékk hálfpartinn móral og var pirruð út í þá á sama tíma þegar ég opnaði þetta í gærkvöldi.

En moving swiftly on….

Fékk jólagjöfina frá vinnunni áðan. Fengum þennan fína paté- og ostabakka með alls konar gúmmelaði, ostahnífum og kjöthitamæli. Einnig var í pakkanum 2 rauðvínsflöskur og 1 hvítvínsflaska. Ekki ónýtt það – er bara mjög ánægð með þetta.

En í framhaldi af síðustu bloggfærslu þá vil ég taka það fram að ég hafði samband við morgunblaðið og spurði af hverju í ósköpunum þeir þyrftu kennitöluna og það er  út af því að „…Árvakur hf getur ekki tekið ábyrgð á því sem bloggnotendur skrifa, þá skyldum við notendur til þess að gefa upp kennitölu sína…“.

Í fyrsta lagi þá getur hver sem er skrifað inn hvaða kennitölu sem er. Í öðru lagi þá geri ég ráð fyrir því að þetta sé „vandamál“ á öðrum bloggþjónustum í löndum þar sem eru ekki til kennitölur og þetta hlýtur að hafa verið leyst með einhvers konar fyrirvörum og „ég samþykki hér með að allt sem ég skrifa sé á mína ábyrgð“-legal-mumbo-jumbo.  Man einhver hvernig þetta var þegar þeir skráðu sig inn á wordpress eða blogspot?? Ég man það amk ekki.

Auglýsingar

desember 20, 2006 - Posted by | Ýmislegt

3 athugasemdir »

 1. og hvað ef maður skrifar eitthvað bull í óþökk Árvakurs eða þjóðarinnar, er kennitala manns þá birt og fólk hvatt til að reisa manni níðstöng eða hvað?
  Loka þeir þá ekki einfaldlega bara síðunni?

  Athugasemd af ellamaja | desember 21, 2006

 2. Jú, jú – ég geri ráð fyrir því að þeir myndu loka fyrir síðuna en þetta er væntanlega gert meira út af lögsóknum um ærumeiðingar og þess háttar.

  Athugasemd af The lady herself | desember 21, 2006

 3. uss, ekki vera svona klár!

  Athugasemd af ellamaja | desember 22, 2006


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: