The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Ipswich morðin…

Mbl.is: Hugsanleg tengsl milli morðanna í Ipswich og Norwich.

Michelle Bettles sem er nefnd í fréttinni og hvarf í Norwich 2002 „vann“ einmitt í götunni sem ég bjó í fyrsta árið mitt í Norwich. Ég sem sagt bjó í „red-light district“ Norwich borgar. Hún var nú reyndar ekki ein af þeim sem stóðu alltaf fyrir utan blokkina mína en ég hafði nú séð hana á gangi tvisvar sinnum. Þegar þeir segja í lögguþáttunum í sjónvarpinu: „Canvas the neighbourhood“ þá hugsa ég alltaf til bresku rannsóknarlögreglumannanna sem komu í heimsókn til mín þegar þeir voru að „canvasa“ hverfið sem ég bjó í eftir að Michelle fannst myrt. Þeir voru voðalega almennilegir og fannst ægilega merkilegt að ég væri frá Íslandi og það tók þá heillangan tíma að skrifa niður föðurnafnið og það spunnust voða umræður um það í þessari „yfirheyrslu“. Ég gat nú svo sem ekkert hjálpað þeim því ég hafði ekki séð hana í langan tíma og í þessi tvö skipti sem ég hafði séð hana þá var hún ein og ég sá hana aldrei fara upp í neinn bíl.

Það var svo maður handtekinn grunaður um morðið á henni, sem einmitt bjó í sömu blokk og ég. 2-3 dögum áður en ég sá mynd af honum í blöðunum þá hafði ég einmitt verið samferða honum (ein) í lyftunni. Ég fékk algjört áfall þegar ég fattaði að þetta hefði verið hann sem var handtekinn. Ekki nóg með það heldur svo var honum sleppt vegna þess að þeir gátu ekki ákært hann. Spurning hvort hann sé annar af þessum mönnum sem hefur verið handtekinn núna .. ég svo sem veit það ekki. En ég passaði mig alltaf á því að fara alltaf ein í lyftuna eftir þetta –  tók stundum hina lyftuna (sem fór á hæðir með sléttu númeri – ég bjó á 13. hæð) og labbaði svo stigann upp eina hæð ef það voru einhverjir að fara inn í oddatölulyftuna.

Auglýsingar

desember 21, 2006 - Posted by | Ýmislegt

5 athugasemdir »

 1. úff!

  Athugasemd af ellamaja | desember 22, 2006

 2. Ja hérna. Ég man einmitt eftir því að þú varst að tala um þetta. Vona samt að gaurinn finnist.

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | desember 27, 2006

 3. Annað… – gleðilegt ár! 🙂

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | janúar 2, 2007

 4. jó! m.a.s. ég er búin að setja inn nýja færslu!
  Hvar er Lady BloggHakker núna? ég bara spyr…

  Athugasemd af ellamaja | janúar 8, 2007

 5. Góður! Verð einmitt að taka undir þetta hjá Ellu Maju.

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | janúar 8, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: