The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Háfamál

Háfamálin eru aftur komin af stað. Fór í nokkrar raftækjaverslanir á föstudaginn að skoða háfa og það verður að viðurkennast að háfar eru með því ljótasta heimilistæki sem hægt er að kaupa sér. Mig langar bara ekkert í neitt af þessu ljóta dóti. Svo fór ég í Eggið og sá þar flottustu háfa EVER en þeir kosta náttúrulega arm and a leg. Mig langar í þennan hér en hann kostar 198 þús. (aðeins!) en ef ég staðgreiði þá kostar hann 188 þús. (aftur: aðeins!). Ég mun sem sagt spara mér alveg 10 þús. kall með því að kaupa hann!! Eins og sést á linknum sem ég vísaði hér í áðan þá kostar hann £799 (ca. 110 þús.) í útlandinu. Spurning hvað það séu háir tollar á svona fyrirbæri??? Ætli maður endi ekki bara í venjulegum, druslu háf.. nema ég vinni í Lottó – sem ég reyndar spila aldrei í.

Reyndar er flottasti, flottasti háfur sem ég hef nokkurn tíman séð einnig til í Egginu og hann er á tæplega 300 þús. kall. Ég hér með skora á þær Brynku og Sigurborgu að kaupa sér svona háf fyrir nýju, flottu eldhúsin í risastóru einbýlishúsunum sem þær eru að byggja hér í „útjaðri borgarinnar“. Hrikalega, hrikalega flott – það er einn svona til sýnis í Egginu ef fólk langar að fara að skoða.

Auglýsingar

janúar 15, 2007 - Posted by | Ýmislegt

5 athugasemdir »

 1. hmmm… ég hef aldrei spáð neitt í útlit háfa, þeir eru bara fyrir ofan eldavélina til að gleypa óloftið en það er greinilega ýmislegt í boði

  Athugasemd af ellamaja | janúar 16, 2007

 2. æææ – ég er svo pikkí og erfið í svona hlutum.

  Athugasemd af The lady herself | janúar 16, 2007

 3. hvernig ætli sé að þrífa flottasta, flottasta háfinn? þarf maður kannski ekkert að vita það af því að maður lætur the maid sjá um það?

  Athugasemd af ellamaja | janúar 16, 2007

 4. Það er líklegt, því ef maður hefur efni á slíkum háf, hefur maður efni á þjónustustúlku… En djö… er þetta dýrt.

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | janúar 17, 2007

 5. Maður hlýtur að geta tekið allan kristalinn af og þvegið í „volgu sápubaði“ – þannig var það amk útskýrt fyrir mér þegar ég var einmitt að spá í hvernig maður þrífur svona risastórar kristals ljósakrónur.

  Athugasemd af ladymary | janúar 17, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: