The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Flickr

Ég veit ekki hvort fólkens hafi tekið eftir því en hér til hægri er smá Flickr renningur með 3 myndum. Þetta er þjónusta sem wordpress bíður upp á þ.e. að setja þetta inn á bloggið. Myndirnar 3 eru valdar af handahófi af Flickr/wordpress þjónustunni. Þegar ég skrifa þetta þá er efsta myndin af kirkju – þegar ég sá hana fyrir u.þ.b. 2 tímum síðan þá fór mín að hugsa… hmmm þetta er örruglega íslensk kirkja?!?! Ég smelli á myndina og jú, jú þetta er íslensk kirkja tekin af ljósmyndara sem heitir Ásmundur. Síðan þá er ég búin að eyða ca. 2 tímum í að skoða myndirnar hans – geðveikar myndir. Hann notar einhverja tækni sem kallast HDR (??) til að gera myndirnar „svona“ – ég veit ekki einu sinni hvernig á að útskýra þetta. Ljósmyndararnir Lilja og ems vita kannski eitthvað meira um svona fansí-ljósmyndun??

Ég ætla hér að lista nokkrar myndir sem ég er gapandi yfir því þær eru svo flottar. Sérstaklega finnst mér myndin af skúlptúrnum „Dansleikur“ hrikalega flott – ég á bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Nú langar mig að eiga flotta myndavél til að geta tekið svona fansí-smansí myndir. Eina myndavélin sem ég á, sem er ekki biluð, er myndavélin á gsm símanum mínum. Ég held að hún sé frekar ónothæf í svona hluti.

Dansleikur e. Þorbjörgu Pálsdóttur, Sólfarið (btw – það er meira að segja til myndasyrpa bara með myndum af sólfarinu á flikr. Hvorki meira né minna en 134 myndir), Sólarlag í Rvk, Odd choice of color, Andstæður, Bláa Lónið, Hut, Braggi, Vin í snjó o.s.frv.

Til að skoða allar myndir Ásmundar smellið hér – það eru aðeins 440 myndir til að skoða ;o)

Rainforest Site

Auglýsingar

febrúar 4, 2007 - Posted by | Ýmislegt

Ein athugasemd »

  1. Hrikalega flottar myndir!!!!

    Athugasemd af Berglind | febrúar 7, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: