The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Eymd og volæði…

Það er búin að vera mikil eymd og volæði í the house of Mary síðustu daga. Ekki nóg með að ég er með hálsbólgu, var með hita, nefrennsli ársins og hósta dauðans heldur fékk ég líka tannpínu (sem ég afgreiddi fyrst bara sem „tannréttingaverk“ sem ég fæ reglulega út af endajaxli sem getur ekki setið kyrr). Svo var komið að því að ég gat hvorki hugsað né sofið vegna gnístandi verks í vinstri hluta andlitsins þó svo að ég hefði tekið, að því að mér fannst, hrikalegt magn af verkjalyfjum. Þannig að ég þorði ekki annað en að hringja í læknavaktina kl 3 um nóttina til að spyrja hvort ég myndi nokkuð deyja úr overdose ef ég tæki meiri verkjalyf – en almennilega hjúkkan þar sagði að svo myndi nú ekki vera og ráðlagði mér um hvað ég ætti að taka. Það virkaði þetta líka þvílíkt vel og ég sofnaði í sælu(lyfja)vímu og án verkja klukkutíma seinna. Seinna um morguninn var svo hringt og arkað til neyðartannlæknis dagsins sem fann holuna og boraði og boraði og núna er ég bara með hálsbólgu, nefrennsli ársins og hósta dauðans.

Ég verð nú að segja það að mér fannst þetta vera óþarflega mikill sársauki og verkur fyrir „bara“ eina holu. Ég var farin að undirbúa mig undir rótarfyllingu, kjálkaútskiptingar eða amk tanntöku miðað við þann gnístandi verk sem var í andlitinu á mér á föstudagskvöldið og nóttina. En núverandi staða í tanndeildinni er greinilega 1-0 fyrir Karíus og Baktus.
Breast Cancer Site

Auglýsingar

febrúar 11, 2007 - Posted by | Ýmislegt, Uncategorized

3 athugasemdir »

  1. Vona að þú farir að hressast. 🙂

    Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | febrúar 12, 2007

  2. já, þakka þér fyrir. Ég líka. Er ennþá heima með kvef og hausverk – mér finnst þetta vera orðið ágætt.

    Athugasemd af ladymary | febrúar 12, 2007

  3. já, ég vona að þú farir að hressast, kvef og hausverkur sökka feitt!

    Athugasemd af ellamaja | febrúar 13, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: