The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Hækkanir í kortunum???

Er það bara ég eða er þetta eitthvað skrítið. Hækkanir í kortunum… í kortunum??? Fyrst þegar ég las fyrirsögnina þá hélt ég að þeir meintu að ef maður borgaði með korti þá myndi allt hækka en svo fannst mér það vera algerlega út í hött þannig að ég ákvað að lesa alla fréttina hjá þeim og sá að það var nú ekki meiningin með þessu en ég spyr: Segir maður svona?? Hækkanir í kortunum??? Ég hef það svona á tilfinningunni að þetta sé bein þýðing af einhverju ensku orðatiltæki en ég er ekki alveg að fatta hvað það ætti að vera. Nema ég hafi bara þvílíkt rangt fyrir mér og að þetta orðatiltæki sé „íslenskara en páfinn“!

Hækkanir í kortunum hjá sjálfsgreiðslustöðvunum

Að sögn forsvarsmanna bensínstöðva Atlantsolíu og Orkunnar eru verðhækkanir á bensíni og dísilolíu í kortunum. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær verðið mun hækka, en búast má við því fljótlega.

Sjá fréttina á mbl.is hér.

P.S. Annað algerlega ótengt þessu. Ég var að horfa á myndina Loser á RÚV á laugardaginn. Þar sagði aðalstelpan í myndinni við aðalgæjann: „Do you want some honey?“ sem var þýtt „Viltu eitthvað, sæta?“. Btw: hún var með hunang í hendinni þegar hún sagði þetta.

Auglýsingar

mars 13, 2007 - Posted by | Ýmislegt

Engar athugasemdir ennþá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: