The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Litli guttinn

… er kominn í heiminn. Systursonurinn fæddist klukkan 9 í morgun – 15 merkur og 52 cm (ég held að cm séu réttir hjá mér).

Fæðingarvaktin klúðraðist þvílíkt hjá mér. Ég er mjög gjörn á því að gleyma símanum mínum út um hvippinn og hvappinn þannig að síðan að ég fór á fæðingarvakt – þ.e. ef Þyrí færi af stað um nótt þá átti ég að fara heim til þeirra og passa Sollu – þá er ég búin að passa símann minn svo vel. Alltaf að hlaða hann, alltaf að tékka að ég sé með hann á mér, passa að gleyma honum ekki þegar ég fer í vinnuna eða þegar ég fer heim úr vinnunni. Svo þegar það kemur að því að ræsa fæðingarvaktina þá bara svaraði vaktin ekkert þar sem ég gleymdi símanum út í bíl og fattaði það ekki fyrr en áðan þegar ég fór að leita að símanum svo ég hefði hann örruglega með mér (ég er í vinnunni núna). Algjört klúður.

En nóg um mig – mér skilst að allt hafi gengið vel en svolítið hratt fyrir sig. Móður og barni heilsast vel.

Auglýsingar

apríl 22, 2007 - Posted by | Fjölskylda og vinir

4 athugasemdir »

 1. Hæ, ég er ad leita ad svona hekli uppskriftum handa vinkonu minni, sem er alveg sjúk í ad hekla. Sídan thín poppadi upp medal annarra, mjög skemmtileg.

  Fannst happy single partýid hljóma alveg rosalega vel!

  Og til hamingju med systursoninn!

  Bjöggi

  Athugasemd af bjöggi | apríl 23, 2007

 2. til hamingju með systursoninn!

  Athugasemd af ellamaja | apríl 23, 2007

 3. Til hamingju með systursoninn…

  Athugasemd af Brynkan | apríl 23, 2007

 4. Jamm, til hamingju með systursoninn. 🙂

  Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | apríl 23, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: