The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Kolviður taka tvö…

Þegar ég var að skoða Kolviðs dótið í gær þá sá ég að það er gæðaeftirlit, framkvæmt af KPGM, með því hversu mikið af því sem ég borga fer í verkefnið sjálft (http://www.kolvidur.is/Vottun-og-innra-eftirlit/) og hvort útreikningarnir séu réttir hjá Kolvið og ég var bara nokkuð sátt við þennan texta.

Ég las bloggfærsluna sem barbietec benti á og gat ekki séð annað en bloggarinn væri að spá og spegúlera í útreikninganna. Varðandi hversu mikið af framlaginu mínu myndu fara í stofn- og auglýsingakostnað og hvað ekki hafði ég ekki hugmynd um og var alveg valid punktur þannig að ég ákvað að senda póst á framkvæmdarstjóra Kolviðs til að spyrja um þetta. Þetta er svarið sem ég fékk:

Áður en að Koviðarverkefnið fór af stað leituðu aðstandendur þess að öflugum bakhjörlum til að standa undir stofnkostnaði og auglýsingakostnaði. Framlag bakhjarlanna fer í þessa liði. Þess má geta að það fólk sem tók þátt í að auglýsa fyrir Kolvið (módelin) gerði það án endurgreiðslu. Það hlutfall innkomu sem fer í skógrækt vs. rekstrarkostnað á fyrsta ári er ekki alveg ljóst því við vitum ekki fyrirfram hverjar viðtökurnar verða. Eftir því sem viðtökurnar verða betri og innkoman meiri því lægra verður rekstrarkostnaðarhlutfallið og hærra hlutfall fer í skógræktina. Að sjálfsögðu er reynt að halda öllum rekstrarkostnaði í algjöru lágmarki með aðeins einum starfsmanni (mér) en auk þess mætti nefna að stjórn sjóðsins, sem lagt hefur á sig gífurlega vinnu í tengslum við verkefnið, er ólaunuð. Vonast er til að sjóðurinn vaxi ár hvert á næstu árum en þá mun rekstrarkostnaðarhlutfallið fara minnkandi með hverju árinu sem líður. Í svona sjóði ætti það að vera um 10%.

Ég er ekki að sjá það fyrir mér að fólk fari að standa í röðum í Blómavali til að kaupa tré til að planta árlega í staðinn fyrir að gera þetta þeas ef maður hefur áhuga á þessu í fyrsta lagi. Ég persónulega á t.d. ekki neitt sumarbústaðarland, né garð auk þess að vera gjörsamlega laus við alla græna fingur að því marki að ég held ég hafi drepið hvern einasta kaktus sem ég hef nokkurn tíman átt. Þannig að ég held að það sé vænlegra til árangurs að láta fólk sem veit hvað það er að gera og kann á svona hluti sjá um þetta fyrir mig og ég hef ekkert á móti því að borga 3700 kr. á ári fyrir það. Það eru svo sem ekki allir sem vilja gera þetta, aðrir sem finnst þetta vera algjör vitleysa og það er þeirra mál. Fyrir utan það að mig langar til að taka smá ábyrgð á því sem ég og minn bíll mengar þá er ég líka sátt við að styrkja skógræktina í sömu andrá.

Hvort þessir útreikningar séu réttir eða ekki er svo annað mál og ég ætla ekki einu sinni að þykjast að vita hverjir þessir útreikningar ættu að vera í staðinn fyrir þá sem þeir eru með. Það mætti alveg bæta við vefsíðu Kolviðar hvernig þeir fá þessar tölur út, hvaðan þeir fá þessa útreikninga o.s.frv. og ég er búin að senda póst til baka til framkvæmdarstjórans þar sem ég bendi á það. Ég keyri minn Golf ca. 10.000 km. á ári og borgaði samkvæmt því – ef útreikningarnir breytast þá er ég alveg til í að bæta aðeins við ef svo ber undir.

Auglýsingar

maí 25, 2007 - Posted by | Ýmislegt

5 athugasemdir »

 1. Sammála því að það vanti klausu um hvernig þetta er reiknað út. Því fleiri upplýsingar því betra… 🙂

  p.s takk fyrir að breyta nafninu 😉

  annars væri líka gaman að sjá félagið standa fyrir árlegum gróðursetningardegi þar sem styrktaraðilar væru boðaði að planta niður trjánum ef þeir hafa áhuga á. Verst er að flest allir myndu þurfa að setjast upp í bíl og keyra á staðinn hehehhe… en you get my point 🙂 en það gæti verið gaman ef fólk hefur áhuga á þessu á annað borð… reyndar eru örugglega margir sem vilja „the easy way out“ og vilja bara smella á next á tölvuskjánum 😉

  Athugasemd af barbietec | maí 25, 2007

 2. Thank you for linking to our website. What language is this?

  Denis DOnovan
  Editor
  Libsearthwatch.com

  Athugasemd af Denis Donovan | júní 1, 2007

 3. @Denis: You’re welcome and we are the Icelandic vikings!!! 😉

  Athugasemd af ladymary | júní 1, 2007

 4. En finnst þér þú ekki borga nógu mikið af sköttum og gjöldum af bílnum þínum fyrir. Ætti ríkið ætti bara að gjörusvo vel að nota eitthvað af þeim peningum til að borga þessa skógrækt.

  Allavega ég kaupi mín tré og planta þeim sjálf árlega en ekki af samviskubiti yfir menguninni frá bílnum mínum. 🙂
  Eingöngu til að geta notið þess í ellinni að ganga um skóginn minn.

  Athugasemd af Kristín | júní 4, 2007

 5. Miðað við það að vegaskatturinn eða hvað hann heitir sem er settur á bensínið fer ekki einu sinni allur í vegakerfið þá held ég að það sé ekki mikil von á því að ríkið fari að sjá sóma sinn í því að nota eitthvað af þessum gjöldum í skógrækt sérstaklega til að koma til móts við mengun.

  Ég held við verðum öll dauð úr einhverjum lungnasjúkdómum áður en það gerist.

  Mér finnst reyndar að ríkið ætti að ýta undir það að fólk kaupi umhverfisvænni bíla með því t.d. að lækka skatta á dísel olíu og á bíla sem menga minna o.s.frv. Ef það kemur við pyngjuna þá virkar það betur.. og allt það.

  Ég hlakka svo til að vera boðin í skógarferð í náinni framtíð 😉

  Athugasemd af ladymary | júní 11, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: