The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Betri en þeir verstu..

  1. Er það einhver rosalegur áfangi að standa sig betur en Skotland í einhverju??
  2. Ef Skotland er í neðsta sæti þá hljóta öll hin löndin á listanum (sem eru bara að hluta til nefnd) að standa sig líka betur heldur en þeir.
  3. Það kemur ekki neins staðar fram í hvaða sæti Ísland er á þessum voða fína lista (við gætum þess vegna verið í næst neðsta sæti).
  4. Það kemur ekki fram í hvaða sæti Skotland var á síðasta ári – duttu þeir niður um eitt sæti eða 16?? Það hlýtur að skipta máli??

Hvers konar blaðamennska er þetta eiginlega??

Ísland stendur sig betur en Skotland

Skotland stendur sig verst í hópi smáríkja í Vestur-Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu um efnahagsmál. Smáríki í þessu tilviki teljast vera ríki með færri en níu milljónir íbúa og á listanum eru lönd eins og Ísland, Noregur, Írland og Norður-Írland sem öll stóðu sig betur en Skotland.

The Federation of Small Businesses (FSB), sem er hagsmunasamtök sjálfstæðra atvinnurekenda í Bretlandi, hefur borið saman tíu lönd hvað varðar efnahagsmál, atvinnumál, heilsu og menntunarstig og lentu Skotar nú í neðsta sæti. Það voru slakar lífslíkur þeirra sem drógu þá mest niður en lífslíkur Skota eru þær minnstu á Bretlandseyjum. Skotland hrapaði líka niður um eitt sæti á lista OECD yfir 24 vestræn ríki og vermir nú 17. sætið þar á bæ og vega slakar lífslíkur Skota þungt.

FSB segir þetta vera skýr skilaboð til nýrrar heimastjórnar í Skotlandi sem verði að grípa til strangra efnahagsaðgerða og hafa skoskir ráðherrar lýst því yfir að Skotland geti og eigi að gera betur.

Austurríki vermdi neðsta sætið í fyrra, en atvinnuleysi hefur nú minnkað þar í landi sem togar landið upp í níunda sætið.

Fréttin á mbl.is

Þar sem fréttin er um Skotland gerði ég ráð fyrir því að hún væri af BBC og fór því þangað til að finna upprunalegu fréttina sem er hægt að sjá hér. Þar kemur orðið „Iceland“ fyrir einu sinni, einnig kemur fram að þetta sé samanburður á milli 10 landa og Skotland sé í 10. sæti og svo er farið út í það af hverju þeir eru í þessu sæti. Þar sem þetta er „Skotlands fréttasíðan“ á BBC þá er það alveg skiljanlegt. Þess vegna skil ég ekki af hverju fréttin á mbl.is er ekki um hvar Ísland sé á þessum lista og af hverju?? Jú reyndar veit ég það – það er út af því að það var tekinn úrdráttur úr fréttin af BBC sem var svo þýddur og at-bú.

Ef einhver nennir að lesa þessa fínu skýrslu sem var verið að gefa út þá er hún hér.

Ég opnaði skjalið og leitaði að orðinu „Iceland“ og komst að því að Ísland er í 1. sæti í þessari könnun/rannsókn. Hefði það ekki verið betri frétt?? Amk hefði verið hægt að bæta því þarna inn – en það kom reyndar ekki fram í BBC fréttinni þannig að það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að fólk fari að bæta því inn, noti „the google“ eða t.d tengda linka sem eru við hliðina á fréttinni á BBC vefnum sjálfum til að finna meiri upplýsingar (þannig t.d fann ég skjalið með niðurstöðunum).

Ef einhver er ekki búinn að fatta það nú þegar þá fara svona illa-þýddar-með-ekkert-samhengi-fréttir á mbl.is hrikalega í taugarnar á mér.

júní 11, 2007 Posted by | Vefritin | Færðu inn athugasemd