The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Does… Not… Compute…

Súrsætt er eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Maður er að borða eitthvað sem er súrt á sama tíma og það er sætt – þetta er rökvilla sem ég er bara ekki að meika. Ég get alveg borðað súrsætt ef mér er boðið í mat og það er á boðstólum en allan tímann sem ég er að borða súrsætan mat þá kemst bara ein hugsun að í heilanum á mér; „Does… Not… Compute..!“

Í gærkvöldi eldaði ég svo voða fínan karrýgrænmetisrétt til að hafa með blábersmarineraða silungnum mínum sem er svo sem ekki frásögufærandi nema það að út í þennan karrýrétt átti nefnilega að setja 4 tsk af mango-chutney – þó svo að chutney-ið mitt sé sykurlaust þá er það nú gert sætt á einhvern hátt. Karrý-ið var nú ekki súrsætt en það var sterkt-sætt (Does.. Not.. Compute!!) – ég skil ekki hvað ég var að hugsa. Ég gat nú svælt þessu í mig og blábersmarineraður silungurinn var algjört lostæti og reddaði kvöldmatnum. Ég hefði átt að vita þetta því mér finnst t.d. karrý með banönum alveg hrikalegt – var bara búin að steingleyma því.

Kvöldinu var reddað með perumjólkinni: 3 dl fjörmjólk, 1 pera, 1/2 tsk vanillukorn, 2 ísmolar – allt sett í blandara. Ég hef oft búið til súkkulaði-bananamjólk á sama hátt en hef aldrei prófað peru. Þrátt fyrir hrakfarir kvöldmatsins þá ákvað ég að gera smá tilraunastarfsemi á þessu líka og sem betur fer þá heppnaðist það betur. Hrikalega gott!

Auglýsingar

júní 12, 2007 - Posted by | Eldhúsrannsóknir

Ein athugasemd »

  1. Jæja, hvað varð um þig? Ætlar þú ekkert að kíkja í heimsókn fljótlega? 🙂

    Athugasemd af Húsmóðirin í Vesturbænum | júní 21, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: