The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Die Hard vélritun

Fór að sjá Die Hard í gærkvöldi með Beggu. Skemmtilegt að segja frá því að nýjasti „kærastinn“ hennar Beggu leikur í þessari mynd ;o) Þetta er hin fínasta poppkorn mynd – Brúsarinn tekur þetta allt í nefið eins og honum er einum lagið ásamt því að vera með one-linerana tilbúna á færibandi þegar honum vantar.

Það vita það sumir að það fer svolítið mikið í taugarnar á mér þegar ég sé fólk í bíó eða sjónvarpinu vera að vinna við tölvur. Það er alveg sama hvað það er að gera það er alltaf þvílíkt að hamra á lyklaborðið. Takið t.d. eftir því í næsta CSI þætti þegar þeir fara að zúma inn á einhvern hluta í myndbandinu (sem er með nákvæmlega þau sönnunargögn sem þeim vantaði til að negla „the perp“.. of course) að þegar ferhyrningurinn er búinn til utan um þann hluta af skjánum sem þarf að skoða betur þá byrjar tölvunördinn að vélrita heila ritgerð alveg þangað til að myndin er búin að uppfærast svo hrikalega mikið að það sést augnliturinn á aðilanum. Það virðist vera að hvorki Ctrl + F5 (eða einhver álíka lyklasamsetning) né músin séu til í Hollywood.

Þannig að þegar tölvudótið byrjaði í Die Hard (og það er frekar mikið af því) þá ákvað ég bara að slökkva á vélritunarpirringsvélinni – því annars hefði ég ekki náð að njóta myndarinnar. Því Die Hard er ekkert öðruvísi en aðrar Hollywood myndir – það er alveg sama hvað er verið að gera á tölvuna það byrja allir að vélrita alveg eins og brjálæðingar.

Auglýsingar

júní 29, 2007 - Posted by | Kvikmyndir

6 athugasemdir »

 1. það keppast líka allir við að stýra bílum þegar þeir eru úti að keyra í bíómyndum, m.a.s. á beinum vegum…

  Athugasemd af ellamaja | júlí 3, 2007

 2. Hvaða hvaða – en var þetta ekki samt alveg þrusugóð afþreying. Það er ekki hægt að láta svona endalaust fara í taugarnar á sér 🙂 Þá væri nú bara yfirleitt ekki hægt að horfa á sjónvarp eða fara í bíó – nema á einhverjar evrópskar ódýrar listrænar myndir.

  Hvernig var í útilegu – bíð spennt eftir að einhver ykkar bloggi um það?

  Athugasemd af Kristín | júlí 3, 2007

 3. @Kristín: Þetta er hörkumynd sem ég mæli með að fólk fari að sjá í bíó 🙂 Mér finnst bara vera óþarfi að skrifa heila ritgerð þegar það er hægt að ýta á F5 t.d. 😉

  @ellamaja: reyndar tek ég meira eftir því að það virðast allir bílstjórar geta talað við og horft á farþegann við hliðina á sér langtímum saman án þess að keyra út af

  Athugasemd af ladymary | júlí 3, 2007

 4. Við Elvar skelltum okkur á Die Hard núna í kvöld og þetta var bara alveg þrusugóð mynd. Líka eins gott því þetta er fyrsta bíóferðin okkar í amk 2 ár 🙂 Þessi vélritun öll fór bara ekki baun í taugarnar á mér….

  Athugasemd af Kristín | júlí 5, 2007

 5. Hehehehe, það er svo fínt að finna kærastana á stóru skjánum. Svo öruggt eitthvað. Mér líður stundum eins og eiginkonu sjómanns ;)Sit heima og bíð eftir heimkomu mannsins og jú peningunum…Verst hvað túrinn er eitthvað langur í þetta sinn!

  Marý Þegar ég fer að gera þessa óskarsverðlaunamynd sem þú ert búin að ætla mér þá færð þú sko að sjá um að það verði enginn velritunarpirringur í OKKAR MYND!!

  Þú verður titluð Lady Mary 1st Typewriting Consultant and Assistant Producer and Money Manager and Big Spender number one…og og og verður með aðstoðarmenn þér við hlið! Og færð VIP gistingu og eyðslufé og laun og ALLT!

  Athugasemd af Berglind | júlí 6, 2007

 6. @Berglind: Bara EINN aðstoðarmann?? Þá verður hann amk að vera flottur gæi og tala með skoskum hreim *andvarp*

  @Kristín: Þessi vélritun fer í taugarnar á mér í öllum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þannig að það er í rauninni ekkert að marka mig 😉

  Athugasemd af ladymary | júlí 6, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: