The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Svalarþvottur

Loksin búin að háþrýstiþvo svalirnar. Þetta tók nú ekki nema ca. 2 tíma og var ekki eins slæmt og ég hélt að þetta yrði. Úlpan mín varð auðvitað hundblaut en buxurnar sem ég var í voru bara blautar neðst við skóna og gönguskórnir mínir blotnuðu ekki í gegn – sem ég var nú viss um að myndi gerast. Ég sá fyrir mér áður en ég byrjaði á þessu að ég yrði blaut inn að beini eftir þetta. Ég er ekki viss um að nágrannarnir hafi verið jafn ánægðir með framkvæmdirnar hjá mér – glampandi sól og voða fínt svalarveður með háþrýstidæluhávaða og endalausum úða í tvo tíma. Það tók svo næstum því jafn langan tíma að hreinsa alla málninguna sem datt af og skítinn af svalargólfinu – ómægod hvað það var leiðinlegt.

Auglýsingar

ágúst 11, 2007 - Posted by | Ýmislegt

5 athugasemdir »

 1. Ég hlakka rosalega til að sjá hreinu og fínu svalirnar hjá þér! Legg til grillerí á fína grillinu yfir ljúfmynd við tækifæri… Þannig sláum við fullt af flugum í einu stóru höggi: góður félagskapur, góður matur, góð mynd og gott tækifæri til að dást að svölunum! 🙂

  Athugasemd af Bryndís | ágúst 19, 2007

 2. Jaaá – svalirnar eru hreinar en ekki beint fínar. Það á eftir að mála og solleiðis.

  Athugasemd af ladymary | ágúst 20, 2007

 3. þú lætur brynkuna bara mála úr því að hún er svona áhugasöm 😉

  Athugasemd af ellamaja | ágúst 21, 2007

 4. þú meinar það… hmmmmmm.. not a bad ædea

  Athugasemd af ladymary | ágúst 21, 2007

 5. Nei nei… ég geri ekki svoleiðis… ég er bara í því að veita andlegan stuðnin! 😉

  Athugasemd af Bryndís | ágúst 28, 2007


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: