Hátækni, schmátækni
Hrikalega er Hátækni EKKI uppáhaldsfyrirtækið mitt núna.
Eftir þrjár ferðir í Hátækni til að fá að skipta tæki, sem ég keypti þar og virkar ekki, þá veit ég það að það tekur óendanlegan tíma að bíða eftir að fá afgreiðslu í þjónustudeildinni og strákarnir frammi hafa ekkert að gera út af því að þeir senda alla í þjónustudeildina. Svo er það fyrsta sem starfsfólk þjónustudeildarinn spyr þegar ég er búin að útskýra: „Ertu búin að tala við strákana frammi?“ þegar ég segi að þeir sendu mig þangað þá er andvarpað og farið fram að tala við strákana þar (amk í mínu tilfelli), ljósrita svo nótuna mína og segja mér að koma aftur á morgun. AAARG!! Reyndar í 3 skiptið neitaði ég að fara í þjónustudeildina og ætla mér ekki að bíða þar aftur í klst. til að fá spurninguna „Ertu búin að tala við strákana frammi?“. Þegar ég sagði við strákinn, sem ég var að tala við, hvort hann gæti ekki reddað þessu þar sem ég vissi það að tækið sem mig vantar að skipta út væri tilbúið og biði bara eftir mér?? En nei, nei – „þjónustudeildin sér um þetta“ og málið var dautt. Þar sem það voru uþb 10 manns að bíða og ég beið í fyrsta skiptið í amk hálfíma og þá voru bara tveir á undan mér – þá labbaði ég bara út. Ég var ekki að nenna þessu.
þetta er heldur ekki uppáhaldsfyrirtækið mitt… hvað er þetta sem þú þarft að skipta?
Ég vildi að ég gæti sagt að þetta tæki væri geðveikt flott uppá einhverjar millur en þetta er bara eitt helvítis hleðslutæki fyrir mp3 spilarann minn sem kostar 2.995 kr. Það virkar ekki nema ég haldi því pikkföstu við mp3 spilarann – sem er ekki beint hentugt. Meiri helvítis vesenið – það fer næstum því að borga sig að kaupa nýtt.