The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Shop ’til you drop

Það gerðist ýmislegt í dag – ég fór að skoða rúm, keypti mér snyrtiborð, ætlaði að skoða fleiri rúm í IKEA og endaði á að kaupa hálfa búðina (en auðvitað ekkert rúm) fór svo í Saltfélagið og ætlaði að kaupa klukkuna mína, sem ég er búin að vera að stara á og langa í í marga, marga mánuði. EN hún var ekki til. Þau voru nýbúin að selja síðasta eintakið þannig að ég fór bara eitthvað að slæpast um búðina og ætlaði svo að panta eitt eintak af klukkunni góðu á leiðinni út. En þá gerðist sá merkilegi hlutur að ég sá alveg jafn flotta (en allt öðruvísi) klukku sem var meira að segja til á lager og helmingi ódýrari en hin klukkan. Ég er ekkert smá fegin að þær báðar voru ekki til því ef ég hefði þurft að ákveða á milli þeirra tveggja þá hefði nú litla heilabúið fyrst farið að sjóða yfir. Þannig að á 5 mín. þá ákvað ég bara „out with the old and in with the new“ og bara keypti hina klukkuna. Hún var nú svo sem ekkert ódýr en þar sem hún var helmingi ódýrari heldur en hin klukkan (sem ég var búin að sætta mig við að ég þyrfti að borga morðfjár fyrir) þá finnst mér eins og ég hafi sparað hellings pening 🙂 En svona virkar heilabúið hjá hennar hátign – það tekur hana tæplega 2 ár að sætta sig við og ákveða að kaupa EINA klukku og svo er öllu sópað til hliðar og önnur klukka (sem hún hefur aldrei séð áður) keypt á innan við 5 mín. Svo skilja sumir ekki af hverju það eru engar myndir á veggjunum hjá mér.

desember 11, 2007 - Posted by | Shop-drop

3 athugasemdir »

  1. Hahahaha…hlakka til þess að sjá allt nýja dótið!

    Athugasemd af Berglind | desember 12, 2007

  2. Snyrtiborðið er komið í hús – með spegli og alle græ…. the lady is now a real lady

    Athugasemd af ladymary | desember 17, 2007

  3. hlakka til að sjá allt lady-dótið…

    Athugasemd af ems | desember 17, 2007


Færðu inn athugasemd