The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Svín og rúm

Rúmið kom í hús í dag – það voru tveir ungir en sveittir strákar sem burðuðust með þetta allt saman upp alla stigana. Þeir settu meira að segja allt rúmið saman og settu svo í samband því rúmið er electricaaal. Nú þarf ég ekki einu sinni að nota magavöðvana við að koma mér fram úr rúminu ég ýti bara á nokkra takka og ég er orðin hálf standandi í rúminu.. eða svona næstum því. Allavega mig hlakkar mikið til að sofa í rúminu í nótt.

Ég er annars búin að vera að skoða uppskriftir fyrir jóladagsboðið og var mikið búin að vera að hugsa um hvað í ósköpunum ég ætti að hafa með pörusteikinni sem ég ætla að reyna að elda. Það var mikið búið að humma og hugsa þegar mér datt það snilldarráð í hug að skoða eitthvað af þessum 20 uppskriftabókum sem ég á – það er aldrei að vita nema það leynist 1-2 meðlætisuppskriftir einhvers staðar á öftustu blaðsíðunum (snark). Finn ég þá ekki eina uppskriftabók í bunkanum sem heitir „Meðlæti“ sem mín var náttúrulega búin að steingleyma að hún ætti. Þetta reyndist vera hin fínasta uppskriftabók. Ég er amk búin að finna það sem ég ætla að búa til; Hrísgrjónasalat með steiktri panchettu, grænmeti og kryddjurtum, Rósakál með birkifræjum og rifnum sítrónuberki, Sætar kartöflur með trönuberjum og svo er ég með eitt aspas meðlæti á listanum en ég held að ég sleppi því – þetta ætti að vera nóg.

desember 21, 2007 - Posted by | Eldhúsrannsóknir, Shop-drop

3 athugasemdir »

  1. Hei… það er ekki svona mikið að gera í vinnunni!!!

    Athugasemd af Bryndís | febrúar 16, 2008

  2. nei, reyndar ekki… er eitthvað andlaus þessa dagana..ehhehemm vikurnar.. mánuðina..

    Athugasemd af The lady herself | febrúar 26, 2008

  3. I like to disseminate knowledge that will Inhave accumulated with the 12 months to help enhance group efficiency. Click http://link.mx/hool081945

    Athugasemd af ameliadelacruz3172 | apríl 8, 2016


Færðu inn athugasemd