The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Júródans

Ég segi ekki annað en loksins, loksins: Eurovision Dance Contest unveiled. Ísland virðist ekki vera að taka þátt í þessu – ég skil það nú ekki því það eru til fullt af þvílíkt flottum ballroom dönsurum á landinu.

Talandi um Eurovision getur einhver sagt mér af hverju „Lesið í lófa þinn“ eða hvað það heitir er alltaf spilað á íslensku í útvarpinu. Mér minnir endilega að um leið og enski textinn var kominn á fyrri lög þá var honum blastað út um allt. Er það kannski misskilningur hjá mér?

apríl 13, 2007 Posted by | Júróvision | 2 athugasemdir

BBC spáir í spilin..

BBC setti saman dómnefnd sem fór í gegnum öll lögin og bjó til lista yfir hver þau halda að muni vinna hér er hægt að sjá umfjöllunina

Þeir halda því fram að Belgía muni vinna og Grikkland, Svíþjóð og Rúmenía muni koma í næstu sætum. Það er ekki einu sinni minnst á Ísland – en það kemur fram neðst í greininni hvaða lönd fengu engin stig frá dómnefndinni og Ísland er ekki á þeim lista þannig að við getum amk huggað okkur við það.

maí 18, 2006 Posted by | Júróvision | Ein athugasemd

Spánn og Skandís

Mun leggja af stað út á flugvöll eftir nákvæmlega 12 klst. jei!! Heil vika á Spáni að gera ekki neitt – og snúast í kringum systurdótturina geri ég ráð fyrir. Hún hefur alla fjölskylduna wrapped around her little finger. 

 Horfði á þátt nr. 2 af Norðurlandajúróvision í gær á NRK2 – Finnska lagið fékk topskor auðvitað. En þetta minnti mig svolítið á það þegar ég var í Bretlandi og var að agitera fyrir Rammstein. Segja Bretunum að þeir yrðu að hlusta amk á eitt lag þá kom það upp úr kafinu að það að ég fílaði rokktónlist væri bara tíbískt af því að ég væri frá norðurlöndunum – þettavirtist bara vera þekkt fyrirbrigði. "All Scandi's like heavy metal" (Scandi = Scandinavians) var bara sagt og svo hristu allir hausinn. Þá vitið þið það.

apríl 28, 2006 Posted by | Ferðalög, Júróvision | Færðu inn athugasemd

Norðurlandajúróvision

Datt inn á norðurlanda júróvision þáttinn á NRK2 af algerri tilviljun í gærkvöldi. (þátturinn verður sýndur á RÚV á laugardaginn) Finnski gæinn og norski gæinn eru aftur í ár og svo auðvitað Eiríkur rauði en það er kominn nýr dani sem er frekar pirrandi og sænska pían sem er reyndar ekki Charlotta (sagt cchhharlotta) í ár heldur einhver pínulítil fertug+ dama í einhverju gellu ótfitti með risastórt hár sem er óþolandi leiðinleg. Mér skildist að hún hefði einhvern tíman tekið þátt í júróvision fyrir Svía en ég náði ekki hvaða lag það var né hvenær. Reyndar fannst mér merkilegt að þátturinn var textaður yfir á norsku þegar allir töluðu sænsku, dönsku eða norsku – meira að segja norski gæinn var textaður.

BTW – það er þess virði að horfa á þennan þátt bara til að sjá myndbandið við lagið frá Albaníu.. ömurlegasta myndband sem ég hef nokkurn tíman séð. Sérstaklega fannst mér gæarnir með dúskana á skónum sínum gera mjög mikið fyrir lagið. Reyndar er írska myndbandið líka mjög sérstakt. Albaníu myndbandið var að minnsta kosti bara ömurlega glatað – írska myndbandið er svona Omega-trúið-á-mig-því-ég-er-æðislegur-og-mun-bjarga-öllum-myndband – bjánahrollurinn er í hámarki.

apríl 21, 2006 Posted by | Júróvision | 3 athugasemdir

Búa til eða skapa

Mér finnst þetta stórmerkilegt – einhver hefur skapað skoðanakönnun um júróvision. Hún var sem sagt ekki búin til.. heldur sköpuð. Það munar ekki um það….

apríl 7, 2006 Posted by | Júróvision | Ein athugasemd

Klingonar

Það er rétt sem ég var búin að heyra. Það eru Klingonar sem unnu júróvision keppnina í Finnlandi. Til að sjá myndbandið smellið hér. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta frábært lag. Klingonarnir rúla!!

mars 24, 2006 Posted by | Júróvision | Færðu inn athugasemd

Júróvision

Júróvision er greinilega mikið hitamál á fleiri stöðum en á Íslandi.

mars 16, 2006 Posted by | Júróvision | Færðu inn athugasemd