The daily life of a lady

Just another WordPress.com weblog

Ballroom dancing and Charm School

Horfði á yndislega mynd í gærkvöldi sem heitir Marilyn Hotchkiss Ballroom Dancing and Charm School. Ég rak augun í Robert Carlyle framan á umslaginu á video leigunni og ákvað því að kíkja á hana – ekki skemmdi fyrir að ég hélt að hún væri um samkvæmisdansa. En svo er nú ekki – það er nú eitthvað dansað í myndinni og hluti af myndinni gerist í dansskóla en það er alls ekki það sem myndin er um. Aðrir leikarar eru Marisa Tomei, John Goodman, Mary Steenburgen, Sean Astin og fleiri. Virkilega skemmtileg mynd og ég mæli með henni.

júlí 21, 2007 Posted by | Kvikmyndir | Færðu inn athugasemd

Sumarhreingerning

Þar sem engin vorhreingerning var gerð á þessu heimili var byrjað á sumarhreingerningunni í gær. Það átti reyndar að klára hana líka í gær en vegna þess að ég ryksugaði óvart upp penna síðast þegar ég ryksugaði þá þorði ég ekki annað en að taka pokann úr ryksugunni áður en ég færi að nota hana aftur og kom þá í ljós að engnir ryksugupokar eru til á heimilinu.

Ég fór í eitthvað algjört River Phoenix nostalgíu kast í síðustu viku (hlýtur að vera út af því að ég var að horfa á Sneakers fyrir rúmmlega viku síðan) og fór inn á play.com þar sem útsala er í gangi og keypti 3 River myndir; Little Nikita, Running on empty og Explorers (sem okkur systrunum fannst ÆÐISLEG á sínum tíma – vorum reyndar 9 og 11 ára á þeim tíma). Spurning hvort þessar myndir hafa elst vel. Ég hafði ekki séð Sneakers í mörg ár og hún kom virkilega vel út – hafði alveg jafn gaman af henni núna eins og þegar ég sá hana fyrst.

P.S. Til hamingju með afmælið Begga!!!!

júlí 11, 2007 Posted by | Ýmislegt, Kvikmyndir | Færðu inn athugasemd

Síðasti dagur fyrir frí…

.. og ég nenni ekki að vera í vinnunni né að gera neitt.

Ég vil því benda á trailer fyrir mynd sem er gerð eftir bók sem ég er búin að vera að ætla að lesa lengi, lengi. En þegar ég les bækur að þá er ég alltaf að reyna að vera eitthvað svo menningarleg að léttmetis-bækur lenda alltaf neðst á listanum. Ég held að það sé komin tími til að hætta þessu snobbi og lesa skræðuna amk áður en myndin kemur í bíó. Þessi bók fær reyndar algjöra hörmungar dóma á amazon en fá svona „trashy novels“ einhvern tíman góða dóma??

júlí 6, 2007 Posted by | Bækur, Kvikmyndir | 2 athugasemdir

Die Hard vélritun

Fór að sjá Die Hard í gærkvöldi með Beggu. Skemmtilegt að segja frá því að nýjasti „kærastinn“ hennar Beggu leikur í þessari mynd ;o) Þetta er hin fínasta poppkorn mynd – Brúsarinn tekur þetta allt í nefið eins og honum er einum lagið ásamt því að vera með one-linerana tilbúna á færibandi þegar honum vantar.

Það vita það sumir að það fer svolítið mikið í taugarnar á mér þegar ég sé fólk í bíó eða sjónvarpinu vera að vinna við tölvur. Það er alveg sama hvað það er að gera það er alltaf þvílíkt að hamra á lyklaborðið. Takið t.d. eftir því í næsta CSI þætti þegar þeir fara að zúma inn á einhvern hluta í myndbandinu (sem er með nákvæmlega þau sönnunargögn sem þeim vantaði til að negla „the perp“.. of course) að þegar ferhyrningurinn er búinn til utan um þann hluta af skjánum sem þarf að skoða betur þá byrjar tölvunördinn að vélrita heila ritgerð alveg þangað til að myndin er búin að uppfærast svo hrikalega mikið að það sést augnliturinn á aðilanum. Það virðist vera að hvorki Ctrl + F5 (eða einhver álíka lyklasamsetning) né músin séu til í Hollywood.

Þannig að þegar tölvudótið byrjaði í Die Hard (og það er frekar mikið af því) þá ákvað ég bara að slökkva á vélritunarpirringsvélinni – því annars hefði ég ekki náð að njóta myndarinnar. Því Die Hard er ekkert öðruvísi en aðrar Hollywood myndir – það er alveg sama hvað er verið að gera á tölvuna það byrja allir að vélrita alveg eins og brjálæðingar.

júní 29, 2007 Posted by | Kvikmyndir | 6 athugasemdir

Skautaaðdáendur

Fyrir alla þá sem eru aðdáendur listdans á skautum þá ákvað ég að setja hér inn trailer fyrir nýja mynd sem kemur út núna í vetur og kallast Blades of Glory. Ég held ég tali fyrir alla þegar ég segi að þessi mynd mun örruglega gera meira fyrir skautalistina heldur en vetrarólympíuleikarnir – óje!!

Blades of Glory

janúar 25, 2007 Posted by | Kvikmyndir | 2 athugasemdir

Bloggleti dauðans

Það er bloggleti dauðans í gangi og vegna háværra mótmæla og hótana þá ætla ég hér að setja inn málamyndarbloggfærslu.

Mig langar að benda á bíóbrot fyrir mynd sem heitir Bee Movie sem mér skilst að sé tölvuteiknuð mynd en bíóbrotið er leikið af þeim leikurum sem tala inná myndina og hefur víst ekkert með myndina né söguþráðinn að gera. Ég mæli með því að ef þetta er skoðað í vinnunni að passa að enginn sé nálægt því þetta er hrikalega fyndið.

Bíóbrot fyrir Bee Movie 

janúar 8, 2007 Posted by | Kvikmyndir | Færðu inn athugasemd

Best launaðar…

Það er frétt á mbl.is í dag þar sem 10 best launuðu leikkonur Hollywood eru listaðar.

Mér finnst þessi listi nokkuð athyglisverður því t.d. eru eðal leikkonur eins og Emily Watson, Kate Winslet, Meryl Streep, Emma Thompson, Kristin Scott Thomas, Judy Dench (og ég gæti haldið áfram í allan dag) eru ekki á þessum lista.

En ykkur til ánægju og yndisauka þá kemur hér mitt sérfræðilegt álit á 10 hæstlaunuðu leikkonunum:

1. Nicole Kidman, 16-17 milljónir dala á mynd

er alltaf eins.. nema í The Hours – hún var mjög góð þar

2. Reese Witherspoon, um 15 milljónir dala á mynd

er reyndar ágætis leikkona og er ekki alltaf „hún sjálf“ … bara stundum.

3. Renée Zellweger, um 15 milljónir dala á mynd

getur verið góð (Bridget) en getur einnig farið einstaklega í taugarnar á mér sérstaklega þegar hún leikur alla myndina með stút á munninum.

4. Drew Barrymore, um 15 milljónir dala á mynd

voða sæt og maður man eftir henni úr ET en mér hefur aldrei fundist hún nein leikkona… eins og sumar aðrar þá er hún alltaf eins – sem í hennar tilviki er reyndar ekkert slæmt af því að … „hún er svo sæt… svo sæt lalalalala“

5. Cameron Diaz, um 15 milljónir dala á mynd

allt-í-lagi leikkona en ég þarf ekkert endilega að horfa á hana.

6. Halle Berry, 14 milljónir dala á mynd

mér finnst hún hrikalega góð leikkona

7. Charlize Theron, 10 milljónir dala á mynd

mér finnst hún virkilega fín en hún leikur ekkert alltaf í neinum eðal myndum (man einhver eftir Reindeer Games?? nei?? en þið heppin!!)

8. Angelina Jolie, 10 milljónir dala á mynd

hún er náttúrulega í fyrsta lagi flott og töff og svo er hún góð leikkona þegar hún fær eitthvað að gera annað en að berja mann og annan í Tomb Raider.

9. Kirsten Dunst, 8-10 milljónir dala á mynd

hún er góð í góðum myndum eins og t.d. Interview with a vampire en mér finnst hún oft svo stíf og skrítin eitthvað.

10. Jennifer Aniston, 8 milljónir dala á mynd.

æææi, hún er bara Rachel

Nú bíð ég spennt eftir símtali frá Hollywood þar sem ég verð beðin um að setja þennan lista rétt upp eftir því hverjar mér finnst vera bestu leikkonurnar ;o)

Sjá frétt á mbl.is

P.S. Hver sagði eftirfarandi???

She was initially cast as the lead in Basic Instinct (1992), but refused later on. About Sharon Stone’s appearance she said: “As far as I can see, from Sharon Stone’s love scene in „Basic Instinct“, they molded her body out of tough Plasticine. She was shagging Michael Douglas like a donkey, and not an inch moved. If that had been me, there would have been things flying around hitting me in the eye.”

Hint: það var ein af leikkonunum sem ég minnist á hér að ofan.

nóvember 30, 2006 Posted by | Kvikmyndir | Færðu inn athugasemd

Man of the year

Ný Robin Williams mynd, Man of the year, er að fara koma út. Trailerinn lítur amk vel út.

já, og BTW.. Það er komið jóladót í Rúmfatalagerinn!!!!!!!  Ekki seinna að vænna því það er svo „stutt“ í jólin.

október 13, 2006 Posted by | Kvikmyndir | Færðu inn athugasemd

Prv. Benjamin og hannyrðir

Hannyrðarkvöld nr. 2 var haldið í gærkvöldi þar sem saman komu 3 hannyrðarkonur sem kjöftuðu, horfðu á Private Benjamin, Close To home, Sex and the City og borðuðu páskaegg og síðast en ekki síst gerðu handavinnu. Fjórðu hannyrðarkonunni (sem reyndar mætti með tölvu á hannyrðarkvöld nr. 1) var boðið líka en einungis með sms og ég frétti í gærkvöldi að gsm síminn hennar er bilaður þannig að hún hefur líklega ekki fengið boðin – beðist er velvirðingar á því. 

Þetta var virkilega fínt – slr hjálpaði mér aðeins með að hekla prufu úr norskri heklubók sem er rétt aðeins yngri en ég. Það verður að viðurkennast að þrátt fyrir litla sem enga norsku (lesist hvaða norðurlandamál sem er) kunnáttu þá gengur nú ágætlega að ráða fram úr þessum uppskriftum.

apríl 12, 2006 Posted by | Ýmislegt, Kvikmyndir, Sjónvarp | Færðu inn athugasemd

Tristan + Isolde = Íslendingur

Hver vissi það að það væri Íslendingur að leika í þessari mynd – hann Jón Ólafsson. Var ég kannski sú eina sem vissi það ekki?? BTW: Hver er þetta??

Svo leikur Alan-Rickman-look-a-like leikarinn úr T+I meira að segja í Bjólfskviðu með honum GB mínum. Það er greinilegt að þetta er lítill heimur ;o)

 Ég vil svo óska öllum sem eru in-the-know til hamingju með 4. apríl. Við skulum ekkert fara út í hvað það er langt síðan þessi dagur varð að merkisdegi.. það er amk allt of langt síðan.

apríl 4, 2006 Posted by | Kvikmyndir | 4 athugasemdir